Auglýsing

Fyrrum þingmaður segir lífeyrissjóðina hafa veikt krónuna: „Hafa flutt tvö þúsund milljarða úr landi“

„Það er enginn annar að tala um þetta en lífeyrissjóðirnir hafa núna á 10 árum – bara á einum áratug – flutt tvö þúsund milljarða af krónum úr landi í fjárfestingar erlendis. Það er mikilvægt að dreifa áhættu lífeyrissjóðanna frá íslensku hagkerfi en að gera þetta svona hratt veikir krónuna. Þá þarftu að selja krónur, tvö til þrjú hundruð milljarða á ári og það hefði átt að hugsa aðeins betur. Með því að veikja krónuna þá verður allt sem við kaupum frá útlöndum dýrara og að veldur verðbólgu og það að vera að berja upp vaxtastigið og lemja í hausinn á einhverju fólki sem að hefur nýlega tekið lán til að kaupa sér íbúð – ungt fólk með ung börn. Þetta er ekki lausnin,“ segir Frosti Sigurjónsson, frumkvöðull og fyrrverandi þingmaður, en hann lét þessi orð falla í Spjallinu með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Frosti segir ljóst að stýrivextir Seðlabankans séu ekki launsin á verðbólguvandanum heldur séu þeir ósanngjörn aðferð sem bitni vest á þeim sem síst skyldi. Hann bendir á að fasteignaverð hafi hækkað vegna skorts á nýbyggingum og hækkun vaxta hafi einungis aukið á þann vanda.

Glæpsamlegir stýrivextir

„Ef við tölum aðeins um þessa glæpsamlegu stýrivexti, 9,25 prósent – ég vill ekki gera neinum upp einhvern illan vilja en þetta er eki launsin á verðbólguvandanum. Alveg greinilega. Verðbólgan er ekkert endilega knúin hér áfram af óstjórnlegum kaupmætti launafólks og þeirra sem hafa tekið lán heldur bara vegna þess að það er stríð í Úkraínu. Öll matvæli hafa hækkað. Það er verið að leggja kolefnaskatt og alls konar gjöld á neyslu okkar. Bæði aðflutninga og allt verður dýrara. Það er líka áhugavert að fasteignir sem eru hluti af þessari mældu verðbólgu, svokallaður fasteignaliðurinn í neysluvísitölunni, hún hefur hækkað,“ segir Frosti og bendir á það sé ekki vegna þess að verið sé að kaupa mikið af fasteignum heldur sé skortur á þeim.

„Það er framboðsskortur og hækkun á vöxtum eykur ekki framboð á húsum. Hækkun á vöxtum dregur úr þeim möguleikum að fjármagna byggingar á húsum. Síðan hefur verið lóðarskortur og annað slíkt. Maður getur séð að krónan hefur ekki fengið að styrkjast eins og hún hefði átt að gera,“ segir Frosti sem vill að leitað sé að rót vandans í stað þess að grípa í stýrivextina.

„Já, það verður að leita að rót vandans. Mér finnst því miður að þessi einfalda hugmynd að nota bara stýrivexti – hún byggir á hagfræði sem er úrelt og tímaskekkja.“

Hægt er að horfa á og hlusta á viðtalið við Frosta í fullri lengd með áskrift að Brotkast en Nútíminn birtir hér brot úr viðtalinu með góðfúslegu leyfi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing