Auglýsing

Fyrrverandi Alþingismaður segir lygi í gangi með hlýnun jarðar

„Umræðan síðustu áratugi hefur verið öll á einn veg – að það sé alveg óumdeilt að loftslagið sé eða það sé hamfarahlýnun af mannavöldum í gangi. Við erum að grípa til mjög aðhaldssamra aðgerða annars hérna, bráðna allir jöklar og yfirborð sjávar hækki og dýrategundir séu í hættu og allt sé bara í voða og milljónir manna eða hundruðir milljóna fari á vergang vegna flóða og hamfaraveðurs. Svo hefur þetta ekki ræst. Það er ennþá í ís í Norður Íshafinu og suðurskautið hefur ekki bráðnað og ísbjörnunum fjölgar og kóralrifin þrífast og þá fer fólk að hugsa: bíddu, hvað er í gangi hérna?“ segir Frosti Sigurjónsson, frumkvöðull og fyrrverandi þingmaður, en hann er nýjasti gestur nafna síns Logasonar í Spjallinu á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Frosti segir alls ekki alla vísindamenn sammála um hvað sé í gangi.

„Það er alveg ljóst að það hefur hlýnað frá því svona síðustu áratugina. Við sjáum það bara að Jöklarnir eru að hopa núna. Þeir sóttu fram um miðja síðustu öld. hopa upp úr 1990 að ráði og hraðar. Það var mjög heitt í Bandaríkjunum 1930 og enn í dag hefur sá hiti ekki náðst aftur. Hvað olli þeim hita?“

„Þetta eru ekki nýjar sveiflur?“ spyr Frosti.

„Þessar sveiflur hafa verið í gegnum tíðina og ég hef eins og fleiri, ég hef mikinn áhuga á þessu. Ég hef áhuga á veðrinu og vísindum og öllu þessu, reyni að setja mig inn í þetta og ég var hérna fór í Háskólabíói á hjá Al Gore. Or kom hingað að kynna Inconvenient Truth fyrirlesturinn sinn. Kom á einkaþotu sinni og vildi segja okkur hvers vegna við ættum að hjóla í vinnuna. Ég hafði mikinn áhuga og ég trúi þessu öllu sem hann var að segja. Hamfarahlýnun var eitthvað mjög hættulegt og urðum strax að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stæði. Lokaatriðið á þessari kynningu hjá honum var línurit sem var unnið út frá borkjörnum sem hafa komið úr Grænlandsjökli, gátu sýnt hitastigið mörg þúsund ár aftur í tímann og hvað mikill koltvísýringur hafði verið í loftinu á hverjum tíma. Það kemur bara í ljós að hitastig og koltvísýringur fylgist bara algerlega að ergo: zoom, alger fylgni. Það hlýtur að vera koltvísýringur sem veldur hlýnuninni, við verðum hætta að nota olíu og gas og kol, segir hann, allir klappa og svo bara út,“ segir Frosti og bætir við að í ljós hafi svo komið nokkru seinna að þessi fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, hafi verið að ljúga.

„Þetta var bara algjör lygi. Þetta fylgist að nema það sem gerist þegar það eru nokkur hundruð ára seinkun eftir að hlýnar þá eykst koltvísýringurinn – það er ekki hinsegin. Þannig að það getur bara ekki verið að koltvísýringurinn hafi valdið hlýnun vegna þess að hann jókst eftir á.“

„Var hann að ljúga af ásettu ráði?“ spyr Frosti.

„Það er einhver lygi í gangi, greinilega hjá honum. Það er miklu fleira sem er búið að ljúga að okkur. Ísbirnir voru ekki í neinni hættu og kóralrifin eru ekki í neinni hættu. Það eru ekkert að aukast skógareldar. Það er ekkert aukast fellibylir. Og það er ekkert heitasta árið í sögunni, það hefur verið heitara“

Hér er stutt brot úr viðtalinu sem hægt er að hlusta eða horfa á í fullri lengd með áskrift að Brotkast.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing