Auglýsing

Fyrsta myndin af nýrri Englandsdrottningu

Netflix hefur birt fyrstu myndina af Oliviu Colman í hlutverki Elísabetar Englandsdrottningar í sjónvarpsþáttunum vinsælu The Crown. Síðastliðinn október var tilkynnt að hún myndi taka við hlutverki drottningarinnar af Claire Foy sem hefur leikið hana eftirminnilega í fyrstu tveimur þáttaröðunum.

Colman er þekkt fyrir leik sinn í spennuþáttunum Broadchurch og The Night Manager og gamanmyndum á borð við Hot Fuzz. 

Hver þáttaröð The Crown tekur fyrir einn áratug í lífi drottningarinnar og því var ákveðið að skipta um leikarahóp á tveggja þáttaraða fresti til að hafa þættina sem raunverulegasta.

Myndin af Colman í hlutverki drottningarinnar var birt á Facebook-síðu þáttaraðarinnar.„Þolinmæði“ var undirskrift myndarinnar en von er á nýju þáttaröðinni á næsta ári.

Nýjir leikarar voru einnig ráðnir í önnur hlutverk í þættinum en Tobias Menzies mun leika Philip drottningarmann, Helena Bonham Carter mun leika systur drottningarinnar Margréti og Ben Daniels leikur eiginmann hennar, Anthony Armstrong-Jones. Ekkert hefur enn verið gefið upp um hver mun leika arftaka krúnunnar, Karl Bretaprins.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru á Netflix.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing