Auglýsing

Fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Stranger Things

Fyrsta sýnishornið af þriðju þáttaröð Stranger Things var birt í dag í formi auglýsingar um opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar í bænum Hawkins í Indiana-fylki þar sem þættirnir gerast.

Það er „80’s“ búningur yfir auglýsingunni en í henni er verslunarmiðstöðin Starcourt Mall kynnt til sögunnar og lofar hún góðu fyrir bæjarbúa þar sem flottar búðir fyrir alla í fjölskyldunni og fjölbreytt matartorg eru til staðar.

Plötu tónlistarmannsins Bruce Springsteen Born in The USA bregður fyrir í einum búðarglugganum en það bendir til þess að þáttaröðin gerist árið 1984.

Steve Harrington bregður einnig fyrir í auglýsingunni en margir muna eftir honum úr fyrri seríum. Við hlið hans er ný persóna að nafni Robin en þau virðast vinna í ísbúð á matartorginu.

Mögulega mun verslunarmiðstöðin leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð en í auglýsingunni er því lofað að hún opni næsta sumar sem gæti bent til þess hvenær næsta þáttaröð lítur dagsins ljós

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing