Auglýsing

Fyrsta tap Íslands á HM staðreynd

Ísland tapaði fyrir Nígeríu í öðrum leik okkar í D-riðli á HM í dag. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu í steikjandi hitanum í Volgograd.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en okkar menn voru betri gegn Nígeríumönnunum. Hitinn hafði greinilega áhrif á leikinn sem var hægur enda 31 stiga hiti í Volgograd.

Markalaust var í hálfleik en strax á 49. mínútu náðu Nígeríumenn að skora þegar Ahmed Musa kom þeim yfir. Ragnar Sigurðsson meiddist þegar hann reyndi að verjast skori Musa og þurfti að fara út af stuttu seinna.

Allt loft virtist úr okkar mönnum og Musa skoraði síðan aftur fyrir Nígeríu þegar 75 mínútur voru búnar af leiknum. Alfreð Finnbogason krækti síðan í víti eftir skoðun frá myndbandsdómara á 80. mínútu. Gylfi Sigurðsson tók vítið en skaut yfir markið.

Fyrsta tap Íslands á HM en liðið leikur algjöran úrslitaleik gegn Króatíu á þriðjudag í Rostov klukkan 18.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing