Auglýsing

Fyrsta trans ofurhetjan væntanleg í sjónvarp

Leikkonan Nicole Maines mun leika trans ofurhetju í næstu þáttaröð sjónvarpsþáttanna Supergirl. Maines verður þá sú fyrsta til þess að leika trans ofurhetju. Hún tilkynnti þetta á Comic Con-hátíðinni sem fór fram í San Diego á dögunum.

Maines er sjálf trans en hún fer með hlutverk persónunnar Niu Nal eða Dreamer í þáttunum. Nia Nal er sögð berjast fyrir réttlæti og hjálpa þeim sem minna mega sín. Maines er sjálf mikil baráttukona og hefur barist fyrir réttindum trans fólks.

Á Comic Con-hátíðinni sagði Maines að það væri vel við hæfi að trans kona myndi leika fyrstu trans ofurhetjuna og að það væri gott fyrir trans krakka að geta litið upp til hennar.

Sjá einnig: Scarlett Johansson hættir við umdeilt hlutverk: „Þakklát fyrir þá umræðu sem hefur átt sér stað”

Í viðtali við Variety sagði hún að hún vonaðist til þess að aðdáendur þáttanna myndu öðlast skilning á baráttu trans fólks.

Að sögn leikkonunnar hefur túlkun á trans fólki í sjónvarpi verið að jafnaði skaðleg undanfarin ár, ekki síður þegar hlutverkin fara til karlmanna sem klæða sig upp sem konur. „Margir ásaka trans fólk um að vera í eintómum búningaleik og það er alls ekki rétt,“ segir leikkonan.

„Við höfum fengið kynningu á trans fólki í sjónvarpi um tíma nú en það hefur ekki verið rétt kynning. Að fá trans fólk til þess að leika trans hlutverk er viðurkenning á því að við séum til.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing