Bjarney S. Annelsdóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Bjarney er fyrsta konan hér á landi sem fær slíka stöðu en hún leiði rannsóknardeild og almenna deild hjá embættinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar kemur fram að Bjarney hafi byrjað lögregluferil sinn í afleysingum hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1999 og útskrifast sem lögreglumaður úr Lögregluskóla ríkisins fjórum árum síðar.
Hún vann við kennslu í Lögregluskóla ríkisins frá 2007 til 2013. Þá tók hún við starfi aðalvarðstjóra hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og hefur verið aðstoðaryfirlögregluþjónn í rúmt ár.