Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti hunda og katta á veitingastöðum. Breytingin felur í sér að að eigendum veitingastaða sé nú heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Það er vísir.is sem greinir frá þessu.
Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði og segir Björt í samtali við Vísi að það verði að vera mjög sýnilegt við hurð staða sem leyfa gæludýr að svo sé. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr,“ segir Björt.
Reglugerðin tekur gildi strax en Björt birti mynd á Twitter eftir undirritun og skrifaði: „Done and done! Komið fagnandi.“
Done and done! Komið fagnandi??? pic.twitter.com/GcreuSBGKe
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017
Gísli Marteinn Baldursson var að sjálfsögðu fljótur að bregðast við á Twitter
Geggjað! Hvar get ég lesið allt skjalið?
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) October 26, 2017