Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana um tvær vikur.
Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðustu tvær vikur og mun hann dvelja áfram í einangrun.
Hinn maðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi verður látinn laus í dag og sætir ekki farbanni. Hann var færður fyrir dómara kl. 14.45 í dag til að staðfesta þann framburð sem hann hefur gefið í yfirheyrslum hjá löreglu.
„Ef hann væri sakaður um manndráp þá gengi hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H. B Snorrason, yfirsaksóknari í málinu, í samtali við RÚV.