Kim Kardashian reyndi að brjóta internetið um daginn en ofursmellinum Gangnam Style með Psy tókst það.
Tveimur árum eftir að myndbandið kom út hefur náði það hámarksfjölda áhorfa sem er mögulegur á Youtube. Þetta gerðist í alvöru samkvæmt vef Mashable:
Þau hjá Youtube hafa alltaf vitað að ef myndband myndi ná fleiri áhorfum en 2.147.483.647 kæmi upp villa. Það var bara ekki gert ráð fyrir því að það myndi gerast.
Búið er að horfa svo oft á Gangnam Style að Youtube neyddist til að uppfæra kerfið sitt úr 32 bitum í 64 og er því hámarksfjöldi áhorfa í dag 9.223.372.036.854.775.808. Við kunnum ekki einu sinni að segja þessa tölu.
Gangnam Style var á sínum tíma fyrsta myndbandið til að fara yfir milljarð áhorfa en það gerðist í desember árið 2012. Áhorfin urðu svo tveir milljarðar í maí á þessu ári.