Auglýsing

Gátu ekki greitt fyrir leigubíl vegna ölvunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna fjársvika þar sem aðilar gátu ekki greitt fyrir leigubifreið. Þegar laganna verðir mættu á vettvang kom í ljós að þeir voru báðir ofurölvi. Samkvæmt dagbók embættisins voru þeir fluttir á lögreglustöð til frekari viðræðna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem heldur utan um verkefni hennar frá 17:00 í gær og til 05:00 í morgun.

Fjórir fengu að gista í fangageymslu lögreglu eftir vaktina en það voru alls 111 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi en hér fyrir neðan eru verkefni lögreglunnar skipt niður eftir hverfum í Reykjavík:

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

Lögregla kölluð til vegna fjársvika þar sem aðilar gátu ekki greitt fyrir leigubifreið. Í ljós kemur að aðilarnir voru báðir ofurölvi og voru þeir fluttir á lögreglustöð til frekari viðræðna.

Ökumaður stöðvaður vegna aksturs án réttinda og fyrir að vera að tala í símann við akstur.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur án réttinda.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Lögregla kölluð til vegna elds sem kom upp í fjölbýlishúsi í hverfinu. Þegar þetta er ritað er ekki vitað um umfang brunans.

Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun. Málið var leyst á vettvangi með vettvangsskýrslu.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Lögregla sinnti ýmsum umferðarmálum, m.a. vegna aksturs gegn rauðu ljósi, notkun farsíma við akstur og vegna réttingaleysis við akstur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing