Tónlistarkonan GDRN skaraði framúr á Íslensku tónlistarverðlaununm í kvöld. Hún var valin söngkona ársins ásamt því að eiga tónlistarmyndband ársins, lag ársins og plötu ársins. Í þakkarræðu sinni hvatti hún ungar stelpur til þess að láta sig dreyma risastórt.
Sjá einnig: Hatari kalla eftir svörum frá Katrínu Jakobsdóttur: „Við erum smá confused“
„Þegar ég var að byrja að gera tónlist árið 2017 var mikil breyting í samfélaginu, Metoo-byltingin var að komast af stað. Ég hef verið að sjá ótrúlega grósku hjá ungum stelpum í dag og mig langaði að hvetja allar ungar stelpur sem eru að horfa á þetta núna: Látið ykkur dreyma, látið ykkur dreyma risastórt. Þetta er mögulegt, takk fyrir okkur,“ sagði GDRN þegar hún tók við verðlaunum fyrir bestu poppplötuna.
Sjá einnig: GDRN flutti glænýtt lag í Vikunni með Gísla Marteini
„Mig langaði til að hvetja allar ungar stelpur sem eru að horfa á þetta akkúrat núna; látið ykkur dreyma, látið ykkur dreyma risastórt og þetta er mögulegt.“ @GDRNmusic er ein af sigurvegurum kvöldsins ??? pic.twitter.com/PjXuFClEyA
— Íslensku tónlistarverðlaunin (@Istonverdlaunin) March 13, 2019
Ahh GDRN geggjuð og með fullkomin lokaorð ☺️✨? @GDRNmusic
— Hildur (@hihildur) March 13, 2019
GDRN er svo mikil STJARNA! #íslenskutónlistarverðlaunin
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) March 13, 2019
Hér höfum við tónlistarmyndband ársins: GDRN – Lætur mig ft. Floni & ra:tio. Leikstjóri: Ágúst Elí https://t.co/NM94GHmlxV
— Íslensku tónlistarverðlaunin (@Istonverdlaunin) March 13, 2019