Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við valið á íþróttamanni ársins en eins og greint hefur verið frá var það kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð hlutskörpust í kjörinu þetta árið. Geir tjáði sig um málið á Twitter en færsla Geirs hefur ekki fallið vel í kramið hjá öllum.
„Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir í færslunni og lagði til að kjörið yrði kynjaskipt og fengnir yrðu til verksins hundruðir aðila.
Þetta gengur ekki lengur – þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins – fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja – knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017
Valið á íþróttamanni ársins er nánast undantekningalaust umdeilt en margir sáu ástæðu til þess að gagnrýna Geir fyrir ummælin. Nútíminn tók saman nokkrar færslur.
Sjötta konan frá árinu 1956. Það var líka kona fyrir tveimur árum og fyrir 10 árum. Skiljanlega er Geir misboðið – aumingja fótboltastrákarnir fá enga athygli. https://t.co/KHw34eYIpJ
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) December 29, 2017
Boltastrákar vinna ÍMÁ: “Stelpurnar þurfa bara að standa sig betur.”
Boltastrákar vinna ekki ÍMÁ: “Það þarf að kynjaaðgreina verðlaunin!”https://t.co/gFwqJQc3f3
— how does it make you feel? (@gisligardars) December 28, 2017
Kertafleyting á gamlárskvöld fyrir alla merkilegu fótboltakarlana sem unnu ekki ? https://t.co/zM7GAJBX6j
— Inga? (@irg19) December 28, 2017
Jæja, valið á fávita ársins verður ekki svo erfitthttps://t.co/KefChItq2M https://t.co/vlNiLkOuoy
— Logibergmanngeirsson (@drummerflame) December 28, 2017
hahahaha goða folkið alveg brjalað ??
https://t.co/AMV6IEKLma?amp=1— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) December 29, 2017
https://twitter.com/d_4_n_13_l/status/946678001059729413