Auglýsing

Fólk starir á manninn með Google-gleraugun

„Þetta tæki vekur ávallt mikla athygli enda ekki margir á Íslandi sem eiga svona — hvað þá þora að fara með það út á meðal almennings,“ segir Einar Þór Gústafsson, framkvæmdastjóri vöruhönnunar hjá Meniga.

Einar Þór fékk á dögunum Google Glass-gleraugun þegar Björgvin Ingi Ólafsson fjármálastjóri Meniga snéri heim eftir að hafa starfað í Kaliforníu. Hjá Meniga skiptir nýsköpun og þróun tækninýjuna miklu máli og Einar segir mikilvægt að vera ávallt með puttann á púlsinum og skilja hvernig næsta kynslóð snjalltækja virkar.

Gleraugun vekja mikla athygli:

Ég tek eftir því að fólk starir mikið á mig, sumir pískra og velta þessu fyrir sér á meðan aðrir eru áhugasamir og spyrja mig út í gripinn. Í lítillæti mínu býð ég flestum að prófa enda gaman að sjá hvernig fyrsta upplifun fólks er. Ótrúlegt hversu margir eru snöggir að ná tökum á þessu en einnig er áhugavert að flestir karlmenn biðja Glerið um að leita að dónalegum myndum.

Hefur einhver brugðist við eins og þú sért að taka upp myndband?
„Það hefur komið fyrir að fólk sé feimið og líður eins og það sé í beinni útsendingu þó að það sé ekki einu kveikt á græjunni. Margir halda að ég sé að taka það upp eða jafnvel með beina útsendingu í gangi. Þó bæði sé klárlega hægt er mikilvægt að virða friðhelgi einkalífsins.“

Einar segist enn vera að læra á tækið en hefur þó náð að tileinka sér nokkra möguleika. „Til dæmis að taka og senda myndir, lesa og svara tölvupósti, hringja og spjalla gegnum glerið, checka mig inn á Foursquare allt án þess að nota hendurnar,“ segir Einar. „Svo er ég búinn að sækja nokkur skemmtileg öpp t.d. á ég að geta lesið uppskriftir á meðan ég elda, mælt hraða og vegalengd á meðan ég fer út að hlaupa ásamt því að geta fengið hvatningu um að hlaupa hraðar með því að láta virtual zombies elta mig. Það vantar bara að gleraugun setji fyrir mig smjörið á harðfiskinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing