Ófærð, þáttaröð Baltasars Kormáks, verður sýnd í breska ríkisútvarpinu BBC. Yfirmaður þáttakaupa BBC segir að söguþráðurinn, íslenskt landslagið og aðkoma Baltasars hafi gert þættina ómótstæðilega. RÚV greindi frá þessu í gær.
Þættirnir ganga undir nafninu „Trapped“ á ensku og verða sýndir á BBC 4 í Bretlandi. Sú stöð hefur meðal annars keypt þáttaraðir af Svíum og Dönum.
Fjölmiðlar greindu frá því í gær að Ófærð yrði fyrsta íslenska þáttaröðin á BBC. Það er ekki rétt. Georg Bjarnfreðarson var á undan árið 2011.
Misskilningurinn varð til í frétt um málið á vef TBI Vision, þar sem kemur fram að þátturinn sé fyrsti íslenski dramaþátturinn sem sýndur verður á BBC.
Á Vísi kom fram að Ófærð sé fyrsta íslenska þáttaröðin sem sýnd verður á BBC. Það hefur nú verið leiðrétt. Á mbl.is kemur hins vegar ennþá fram að þetta verði í fyrsta skipti sem íslensk þáttaröð verður sýnd á stöðinni, þó það sé búið að leiðrétta misskilninginn annars staðar í umfjölluninni.
Ekki í fyrsta skipti sem Georg Bjarnfreðarson nýtur ekki sannmælis.
BBC 4 hóf sýningar á Næturvaktinni í maí árið 2011. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, sagði af því tilefni við Vísi að um mikla viðurkenningu væri að ræða.
Það er stórkostlegt að komast í breskt sjónvarp. Ég held að ég sé engu að ljúga þegar ég segi að þetta sé fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem fer í sjónvarp í Bretlandi.
Þættirnir voru sýndir með íslensku tali en enskum texta. Þáttunum var vel tekið, allavega miðað við þessi tíst:
Best thing on TV – BBC Four's #nightshift just about to see its final two episodes. Can't wait…
— Mark Samuels (@mark_samuels) May 30, 2011
BBC Four Tonight 10.30-11.35 Last 2 #nightshift episodes watch this amazing show 🙂
— Mr Xeh (@MrXeh) May 30, 2011
BBC Four is showing Night Shift. Very funny indeed. #nightshift
— Ben Trovato (@wizardbird) May 10, 2011