George R. R. Martin, höfundur bókanna um Krúnuleikana, eða Game of Thrones, hefur tekið sér hlé frá skrifum síðustu tveggja bókanna í bókaröðinni til að aðstoða forsetaframbjóðandann Hillary Clinton.
Margir bíða spenntir eftir bókunum The Winds of Winter og A Dream of Spring sem Martin segist vera að vinna að. Hann gerir ráð fyrir að hvor um sig verði 1.500 blaðsíður en ekki liggur fyrir hvenær þær koma út.
"Hold the door!" George R.R. Martin surprised volunteers in Santa Fe today to encourage early voting. ? Learn more: https://t.co/R9uwRMs1iK pic.twitter.com/Rivdy45OAg
— Hillary for NM (@HillaryforNM) November 5, 2016
Þessa dagana skrifar hann pistla fyrir forsetaframbjóðandann Hillary Clinton og ræðir við sjálfboðaliða hennar. Hann vill alls ekki að Donald Trump gegni embætti forseta Bandaríkjanna.
Í frétt CNN segir að Martin hafi varið hluta af þeim tíma sem hann á eftir hér á jörðu í kosningabaráttu Clinton, ekki í að skrifa bækurnar. Tíminn er víst dýrmætur og það er ekki víst að aðdáendur Game of Thrones bíði jafn spenntir eftir kosningapistlum og bókunum tveimur.