Auglýsing

Gera grín að fatavali Melaniu Trump í Afríku: „Er að koma ný Indiana Jones mynd?“

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, er nú stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn án Donalds Trump forseta. Melania er búin að heimsækja Ghana, Malaví, Kenía og Egyptaland en fataval hennar í ferðalaginu hefur vakið mikla athygli.

Melania mætti í viðtal við sjónvarpsstöðina CNN og talaði um hæfni Brett Kavanagh, nýjasta hæstaréttardómara Bandaríkjanna en Kavanagh hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna ásakanna um kynferðisofbeldi.

Sjá einnig: Amy Schumer og Emily Ratajkowski handteknar á mótmælum vegna Kavanaugh

Fataval Melaniu í viðtalinu hefur vakið mikla kátinu á meðal netverja sem hafa grínast mikið með klæðnað hennar. Hún klæddist einnig hjálm sem svipar til þeirra sem nýlenduherrar báru á sínum tíma. Melania sjálf vildi þó að fólk myndi einbeita sér að því hvað hún væri að gera en ekki hverju hún klæðist.

George Takei var ekkert svo viss um að það væri góð hugmynd

https://twitter.com/trumanfritz/status/1048728471260680192

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing