Auglýsing

Gerard Butler og Halli Hansen koma öldruðum ferðamanni til hjálpar

Skoski leikarinn Gerard Butler og athafnamaðurinn Halli Hansen komu erlendum ferðamanni til hjálpar í dag þegar hann féll og meiddi sig á háhitasvæðinu við Seltún í Krýsuvík í dag.

Eins og Nútíminn greindi frá í dag er Gerard Butler staddur í landinu en hann djammaði á Kaffibarnum ásamt kærustunni sinni í nótt. Þau voru stödd á háhitasvæðinu í dag ásamt Halla Hansen þegar bandarískur ferðamaður féll og meiddi sig. Halli og Butler voru fljótir að bregðast við, samkvæmt heimildum Nútímans og komu manninum til hjálpar. Þeir hjálpuðu honum á fætur og studdu hann í rútuna sem hann kom með á staðinn.

Halli, Gerard Butler og kærasta hans voru vel útbúin og voru á leiðinni í göngu um svæðið. Gamli maðurinn var í hópi bandarískra ferðamanna sem komu til landsins með skemmtiferðaskipi á vegum Royal-Caribbean, sem liggur nú bundið við festar í Reykjavíkurhöfn.

Mynd/Jane MacLennan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing