Auglýsing

Gestgjafinn er kominn út – ferskur og flottur

Nýtt tölublað Gestgjafans er komið í verslanir en að þessu sinni er áherslan á páska, vorlega rétti og
gómsætt og einfalt sætmeti sem allir geta gert en gefur ekkert eftir í bragðgæðum. Í blaðinu er
meðal annars að finna uppskriftir að vorlegum réttum sem fá bragðlaukana til að haga sér eins og
kýrnar á vorin en auk þess eru uppskriftir að dásamlegum páskasteikum og frábærum eftirréttum og
bakstri. Einfaldar og sérlega gómsætar uppskriftir að vorlega hráefninu aspas er meðal efnis en um
þessar mundir eru allar hillur matvöruverslana stútfullar af þessu góða hráefni.

Í blaðinu eru leikandi léttir og góðir kokteilar sem voru innblasnir af vorinu en fátt er skemmtilegra
en að bjóða upp á góðan kokteil í matarboðinu. Á vínsíðunum er farið yfir sögu vermouth ásamt
áhugaverðum fróðleik um vín og mat. Í ferðahluta blaðsins gefur að líta áhugaverða grein um
suðrænu borgarperluna Lissabon en þar er bent á áhugaverða hluti að gera. Auk þess er fjallað um
skemmtilegan kryddviðburð á veitingastaðnum Sumac þar sem lífleg stemning var á dögunum.
Veitingastaðurinn Samúelsson Matbar sem er í Mjólkurbúinu mathöll á Selfossi er skoðaður. Þetta
og margt, margt fleira er í blaðinu.

Hægt er að finna Gestgjafann á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing