Rúmlega 12 þúsund manns hafa lofað stuðningi við flóttamenn í gegnum viðburðinn Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar á Facebook. Þessi gestrisni Íslendinga hefur vakið heimsathygli og fjölmiðlar á borð við Time, The Guardian og The Telegraph fjalla um málið á vefsíðum sínum í dag.
Sjá einnig: Örskýring: Milljónir á flótta vegna stríðsátaka
Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar er vettvangur til að skrifa félags- og húsnæðismálaráðherra bréf opinberlega.
„Hugmyndin er að sýna stjórnvöldum að vilji sé til, á meðal almennings, að taka á móti enn fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en nú þegar hefur verið rætt um,“ segir í viðburðinum sem rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði.
Þrýstum á stjórnvöld – sýnum að við getum gert betur og það strax! Árið 1973 tókum við á móti 4000 flóttamönnum frá Vestmannaeyjum á einni nóttu, þegar allir lögðust á eitt – og ekki má gleyma því að fjöldi erlenda sjálfboðaliða kom þá til landsins til að hjálpa til.
Fjölmargir hafa boðið fram aðstoða sína. Fólk býðis ýmist húsaskjól, mat, föt, fræðslu, afþreyingu eða allt saman.