Auglýsing

Getur tekið klukkustundir að ná réttu myndinni: „Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki“

Áhrifavaldar hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið en í gær vakti athygli brot úr þættinum Sítengd sem sýndur er á Rúv þar sem Tanja Ýr og Egill fjölluðu um tímann sem fer stundum í að taka myndir fyrir samfélagsmiðla. Sunneva Einarsdóttir er einn allra stærsti áhrifavaldur á Íslandi en hún var gestur í þættinum Einkalífið á Vísi.is í vikunni. Þar greindi hún frá því að vinna fyrir hverja mynd geti tekið allt að þrjár klukkustundir.

Sunneva sem er með hátt í 37 þúsund fylgjendur á Instagram segist leggja gríðarlega mikla vinnu í hverja mynd. Hún segir að flestallar myndir sem hún birtir taki um eina klukkustund en ferlið geti tekið allt að þrjá tíma.

Sjá einnig: Egill eyddi klukkutíma í að ná réttu myndinni af Tönju með blöðru: „Erfiðasta sem ég veit“

Hún segist fá hjálp frá vinkonum sínum og stundum litlu systur hennar sem er mjög dugleg að hjálpa til.

„Annars er það bara sá sem er næstur mér. Ég sendi oft á vinkonur mínar og spyr bara hver sé laus. Ég á eina vinkonu sem er mikið í þessu og við förum oftast saman og hjálpumst að,“ segir hún í Einkalífinu.

Viðtalið má sjá í heild sinni á Vísi.is með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing