Vopnaður maður tók í gærkvöldi gesti á kaffihúsi í gíslingu í Sydney. Að minnsta kosti fimm gíslum hefur verið sleppt samkvæmt umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian.
Byssumaðurinn hefur látið gíslana halda uppi fána með arabísku letri í glugga kaffihússins.
Mikill viðbúnaður er í borginni vegna þessa og hafa mörg hundruð lögreglumenn girt af Martin Place og nágrenni í Sydney. Þá hafa vinsælir ferðamannastaðir, eins og Óperuhúsið í Sydney, hafa verið rýmdir.
Fréttin er í framvindu. Fylgist með hér fyrir neðan.
—
Uppfært kl. 15.50: Lögreglan í Sydney hefur staðfest að umsátrinu er lokið. Á þessari stundu er ekki hægt að staðfesta hvort einhver hafi látið í lífið.
Sydney siege is over. More details to follow.
— NSW Police (@nswpolice) December 15, 2014
Uppfært kl. 15.28: Fólk er byrjað að flýja kaffihúsið.
People flee as explosions herd moments ago #sydneysiege pic.twitter.com/BegBPi0bBW — Bill Code (@billcode) December 15, 2014
Uppfært kl. 15.25: Skothvellir frá kaffihúsinu. Lögreglan fór inn í kaffihúsið fyrir nokkrum mínútum. Skothvellir heyrðust. Sjúkraliðar fóru inn og báru út eina særða manneskju.
Uppfært kl. 14.49: Eftir að byssumaðurinn í Sydney var nafngreindur hefur ýmislegt komið í ljós um hinn 49 ára gamla Maron Monis. Dómstólar í Ástralíu höfnuðu á föstudag beiðni hans um að láta fella niður ákæru á hendur honum fyrir að senda ósmekkleg bréf til fjölskylda hermanna sé létust í Afganistan. Þá var hann ákærður sem vitorðsmaður þegar fyrrverandi eiginkona hans var myrt ásamt því að hafa verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn konum fyrir 12 árum.
Uppfært kl. 14.39: Aðstandendur gíslanna bíða átekta saman í húsi rétt hjá kaffihúsinu.
#sydneysiege now approaching 16 hours. Still people here watching, some are a *little* under weather. pic.twitter.com/InlEZCWIOP — Helen Davidson (@heldavidson) December 15, 2014
Uppfært kl. 14.23: Breska dagblaðið The Guardian hefur nafngreint byssumanninn eftir að hafa ráðfært sig við lögreglu. Engin ástæða er til að halda nafni hans leyndu lengur. Maðurinn heitir Man Haron Monis og 49 ára sjálfskipaður múslimskur klerkur og friðaraktivisti. Uppfært kl. 14.01: 15 klukkutímar eru síðan byssumaðurinn lét til skarar skríða á Lindt kaffihúsinu í Sydney.
- Byssumaðurinn hefur ekki ennþá verið nafngreindur í fjölmiðlum.
- Lögreglan telur sig vita hver hann er.
- Byssumaðurinn hefur reynt að koma kröfum sínum á framfæri í gegnum samfélagsmiðla.
- Lögreglan telur að allir gíslarnir séu ósærðir.
Uppfært kl. 12.04: Trúarleiðtogar í Sydney standa saman.
Religious leaders meet at Lakemba mosque in Sydney to pray for hostages #sydneysiege pic.twitter.com/rOWfHfNmkf — Mina (@mina_ysf) December 15, 2014
Uppfært kl. 9.29: Blaðamannafundur stendur yfir þar sem lögreglan svarar spurningum fjölmiðla. Á meðal þess sem hefur komið fram er að lögreglan telur að enginn á kaffihúsinu sé særður. Þá var lögreglan spurð af hverju ljósin inni á kaffihúsinu hafi verið slökkt en vildi ekki svara því að svo stöddu. Það sem við vitum:
- Það er ekki vitað hvort fólkið sem er komið út af kaffihúsinu hafi verið sleppt eða hvort þau flúðu.
- Lögreglan í Sydney hefur borið kennsl á byssumanninn en biðlar til fjölmiðla að birta ekki nafn hans.
- Á þessu stigi máls er talið að hann sé einn að verki.
- Byssumaðurinn hefur haft samband við fjölda fjölmiðla og komið kröfum sínum á framfæri.
- Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að annarlegar hvatir byssumannsins séu pólitískar.
Vélaverkfræðingurinn Ragnar Gylfason er staddur í Ástralíu:
Viðbrögð Ástrala og lögreglu virðist vera mjög down to earth! Vilja ekkert panikk og ala ekki á ótta ólíkt öðrum þjóðum sem eg þekki — Ragnar Gylfason (@ragnargylfa) December 15, 2014
Frétt í framvindu.