Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson setti eftirfarandi færslu inn á Twitter á dögunum og vakti hún mikla athygli og jafnvel reiði.
Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Fréttin sem Gísli Marteinn vísaði í fjallaði um að áætlað væri að kostnaður við tvo stóra snjóflóðavarnargarða og tilheyrandi mannvirki í Neskaupstað verði um 2,5 milljarðar króna.
Gísli átti í vök að verjast í kjölfarið, pistlar voru skrifaði og hann skammaður á Twitter. Hann segir í færslu á Facebook í dag að hann hafi ekkert slæmt meint með tísinu. „Allra síst átti tístið að vera særandi fyrir fólk, hvorki fólk sem býr á Neskaupstað eða annarsstaðar,“ segir hann.
En það var það samt og meira að segja á Selfossi móðgaðist fólk, þótt þar hafi aldrei fallið snjóflóð og ég er ekki einu sinni viss um að það séu fjöll þar. Í hausnum á mér virkaði þetta tíst sem vangavelta um það hvort hægt væri, í samráði við fólkið á staðnum, að nýta þessa 2,5 milljarða með öðrum og betri hætti.
Gísli segir að hann hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn.
„Það var glatað hjá mér – af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni,“ segir hann.
Sjá einnig: Emmsjé Gauti gerði Gísla Martein kjaftstopp í beinni útsendingu
„Síðast þegar ég sagði að ég hataði ekki landsbyggðina gerði Mogginn sérstaka frétt um það. Það fannst mér fyndið. En það er kannski kominn tími til að segja það aftur. Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjömargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni.“