Auglýsing

Gísli Örn setur upp Hróa hött á Broadway

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, hefur verið ráðinn til að setja upp sýningu Vesturports um Hróa hött á Broadway í New York — fyrstur Íslendinga. Verkið verður frumsýnt í mars 2015. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í gær.

Þetta er sýning sem byrjaði hjá hinu breska konunglega leikhúsi í Stratford árið 2011. Átti nú svo sem ekki að fara þaðan. Svo komu einhverjir ameríkanar og sáu þetta og lofuðu okkur gulli og grænum skógum. Þeir vildu endilega fara með þetta yfir hafið.

Kostnaðurinn við uppsetninguna á sýningunni hleypur á milljónum og Gísli segir bandarísku framleiðendurna greiða hann úr eigin vasa. „Það er ekkert ríkisstyrkt leikhús þarna. Að menn veðji á þetta og ætli að eyða milljónum í þetta úr eigin vasa — það hræðir mann og gleður mann,“ sagði hann.

Sýningin um Hróa hött hefur verið sýnd í Boston, verður sýnd í Toronto og endar loks á Broadway. „Í rauninni hefur þetta ekki átt sér rosalega langan aðdraganda því það eru tvö og hálft ár síðan við frumsýndum í Englandi. Að sýningin sé komin á Broadway þremur árum síðar þykir ekki langur tími,“ sagði Gísli í Kastljósinu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing