Auglýsing

Gísli um flutning Reykjavíkurdætra: „Sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa“

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson segir að atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum á föstudagskvölds hafi verið ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á RÚV. Hann segir að það hafi verið sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Gísla Marteins.

Sjá einnig: Ágústa Eva gekk út í beinni hjá Gísla Marteini: „Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi“

Það vakti mikla athygli í föstudagskvöld þegar Ágústa Eva yfirgaf þáttinn í beinni útsendingu. Nútíminn hafði í kjölfarið samband við Ágústu Evu sem sagði að hún og Eivör Pálsdóttir, sem var einnig gestur í þættinum, hafi ekki verið ánægðar með framgöngu Reykjavíkurdætra í þættinum.

„Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima,“ sagði hún og velti fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama.

Sjá einnig: Sóli Hólm hélt að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með Reykjavíkurdætrum

Gísli Marteinn veltir fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvort útgangan sjálf er kannski líka stuðandi gjörningur. „Atriði Reykjavíkurdætra er hinsvegar ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á RÚV, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær,“ segir Gísli Marteinn.

Blómaland Megasar snemma á áttunda áratugnum, Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað – hvert á sinn hátt.

Hann segir fólk hafa fullan rétt á því að hneykslast. „En mikið væri saga okkar fátækari ef þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást,“ segir Gísli Marteinn.

Hér má sjá færslu Gísla

Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra….

Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunnudagur, 28. febrúar 2016

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing