Auglýsing

Gisting í Reykjavík sú þriðja dýrasta í heiminum

Reykjavík er þriðja dýrasta borg í heimi fyrir ferðamenn til þess að gista í samkvæmt nýrri skýrslu Bloomberg um þær borgir þar sem Airbnb-kostnaður er hæstur. Einungis Miami og Boston eru dýrari en Reykjavík.

Meðalverð á gistinótt hjá Airbnb í Reykjavík er 194 dalir eða um 20 þúsund og sex hundruð krónur. Gisting hefur því hækkað um 3000 krónur á nótt síðan á síðasta ári og Reykjavík fer upp um tvö sæti á listanum.

Á eftir Reykjavík á listanum koma Tel Aviv í Ísrael og Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Miðausturlönd eru ofarlega á listanum í ár en þar eru fimm borgir af efstu fimmtán.

Talsmaður Airbnb segir þó að listinn geti verið villandi og að réttara sé að skoða aðeins bókuð gistipláss en ekki almenn verð. Þá væri til dæmis raunverð í Tel Aviv meira en helmingi lægra en listi Bloomberg segir til um.

Ef einungis er litið á bókuð gistipláss í Reykjavík þá myndi nóttin kosta 156 dali eða um 16 þúsund og fimm hundruð krónu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing