Auglýsing

Glæpamenn varið ykkur: Lögreglan er komin á Teslu

Þeir sem hyggja á að stunda glæpastarfsemi á Vestfjörðum ættu að hugsa sig tvisvar um því embættið hefur tekið í notkun tvær Teslu-bifreiðar af gerðinni Y. Það verður því erfitt, ef marka má tæknilýsingar bifreiðarinnar, að stinga lögreglumenn embættisins af ef til eftirfarar kæmi.

Bifreiðin er búin öllum þeim búnaði sem venjulegar lögreglubifreiðar búa yfir en fyrir utan það þá er þessi bifreið alveg sérstaklega hraðskreið en samkvæmt upplýsingum frá umboðinu tekur hana rúmar 3,5 sekúndur að fara frá 0 upp í 100 kílómetra hraða.

„Áætlanir eru um að taka í notkun þriðju Tesluna sem myndi verða staðsett á Hólmavík,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem segir að með þessi sé embættið að taka þátt í orkuskiptum.

„Um er að ræða nýja rafmagnsbifreið sem kemur í stað eldri lögreglubifreiðar sem knúin var með díselvél.“

Nýju bifreiðar embættisins eru 456 hestöfl og geta farið allt að 499 kílómetra á hleðslunni. Nútíminn lætur fylgja með ljósmynd frá embættinu á Vestfjörðum sem var tekin á fögrum sumardegi í Vesturbyggð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing