Auglýsing

Glæsilegar myndir sem skreyta stjórnarsáttmálann slá í gegn

Eins og greint hefur verið frá var nýr stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynntur í morgun. Sáttmálinn er mjög langur og ítarlegur en hann er myndskreyttur með fallegum myndum sem vakið hafa athygli. Viktoría Buzukina grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu teiknaði myndirnar og vann verkefnið með þeim Guðmundi Bernharð og Sigtryggi Magnasyni. 

Viktoría er frá Úkraínu og hefur verið búsett í Reykjavík í sjö ár. Hún segist í samtali við Nútímann vera mjög ánægð með útkomuna en hún byrjaði að teikna myndirnar í byrjun vikunnar. 

Guðmundur Bernharð sem vann að verkefninu með Viktoríu tekur í sama streng og er virkilega ánægður með útkomuna. Hann segir verkefnið hafa verið stórt en skemmtilegt. „Við fengum drög að skýrslunni á mánudaginn og rýndum lauslega í kaflana áður en við byrjuðum að myndskreyta.“

Hér má sjá forsíðumyndina á kaflanum um alþjóðamál

Og kaflinn um lýðræði og gagnsæi er skreyttur svona

Svona er kafli um jöfn tækifæri skreyttur

Og hér má sjá hvernig forsíðu kaflans um umhverfi og loftslag er skreyttur

Efnahagslífið fær þessa mynd

Og sérstakur kafli um eflingu Alþingis fær þessa

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing