Auglýsing

Gló opnar í Kaupmannahöfn: „Þetta er afar spennandi verkefni“

Nýr veitingastaður Gló opnar í Magasin du Nord við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í júní. Staðurinn verður sá stærsti í Magasin og staðsettur í matarkjallara verslunarmiðstöðvarinnar. Þetta verður fyrsti veitingastaður Gló utan Íslands og sá fimmti í heildina.

Magasin du Nord er dönsk verslunarkeðja sem rekur stórverslanir í stærstu borgum Danmerkur. Flaggskip keðjunnar er verslunin við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn en þar má finna fjölda verslana á sjö hæðum auk 30 veitingastaða.

Elías Guðmundsson, einn eigenda Gló, segir að Magasin hafi leitað til þeirra fyrir um tveimur árum með þá hugmynd að byggja upp og reka veitingastað í nafni Gló.

„Síðan þróaðist hugmyndin og nú höfum við gengið frá samningum og uppbyggingin er framundan,“ segir hann.

Þetta er afar spennandi verkefni og mikil viðurkenning á okkar starfi og þeirri hugmyndafræði sem Solla hefur lagt áherslu á að kynna hér heima og erlendis.

Gló er í eigu Birgis Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing