Söngkonan Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig hvetur fólk til að láta ekki skoðanir fólks stjórna því hvernig það lifir lífinu. Þetta segir hún í áhrifamikill færslu sem hún lætur fylgja mynd á Instagram.
Í færslunni segir Sara frá því að fólk hafi sífellt sett út á holdarfar hennar í æsku sem hafði mikil áhrif á líf hennar. Hún segir einnig frá því að hún hafi verið misnotuð af strák sem hún þekkti þegar hún var 16 ára gömul. Atvikið hafði djúpstæð áhrif á líf Söru sem varð í kjölfarið mjög þunglynd og sjálfsmorðshugleiðingar leituðu á hana.
Sara sem alltaf hefur verið mjög grönn fékk ótal athugasemdir um holdarfar sitt í æsku. Þegar hún hætti að stunda íþróttir 16 ára gömul til einbeita sér að tónlist fór hún að lifa óheilbrigðari lífstíl. Hún fór að borða mikið af óhollum mat í von um að þyngjast því hún trúði því að hún væri ekki venjuleg og þyrfti að bæta á sig. „Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því hvað öðru fólki finnst um þig. Vertu þú sjálfur — ekki það sem aðrir sjá,“ segir Sara í lok færslunnar.
Sara segir í samtali við Nútímann að það hafi verið á þessum tíma sem hún var misnotuð. „Ég var 16 ára og þetta var strákur sem var minn fyrsti koss. Ég hafði bara hitt hann einu sinni áður en þetta gerðist. Atvikið gerðist í svefnherberginu mín þegar foreldrar mínir voru ekki heima,“ segir hún.
Það tók Söru marga mánuði að átta sig á því hvað hefði gerast og hún kenndi sjálfri sér um hvernig fór. „Í nokkra mánuði eftir atvikið þá hélt ég að þetta væri mér að kenna og ég sagði engum frá þessu. Lokaði mig alveg af og fór að díla við þunglyndi,“ segir hún.
Til að útskýra hversu djúpt ég var komin þá hugsaði ég stundum þannig að öllum væri sama þótt ég myndi deyja.
Sara sagði frá því í þættinum Ísþjóðinni með Ragnhildi Steinunni, að hún hefði orðið fyrir kynferðsofbeldi. Sara gerði nýverið mjög stóran plötusamning við Columbia Records í Bretlandi og RCA í Bandaríkjunum og segir í samtali við Nútímann að hún vilji koma þessu atviki frá sér áður en hún heldur á vit ævintýranna. „Það eru svo stórir hlutir að gerast hjá mér núna að það var mikilvægt að koma þessu frá sér áður en ævintýrið hefst. Samt mun ég aldrei gleyma þessu kvöldi,“ segir Sara.
Fyrir þremur árum síðan kynntist Sara núverandi kærasta sínum, Gunnlaugi Andra Eyþórssyni, sem að sögn Söru tók henni eins og hún er. Þá hefur hún verið í meðferð hjá sálfræðingi til að vinna út atvikinu, „Gulli er ástin í lífinu mínu sem hjálpaði mér uppúr þessum dimma staðnum og varð líka minn besti vinur. Ég búin að fara í sálfræði meðferð hjá Gyðu Eyjólfsdóttur, hún hjálpaði mér svo mikið að losa um reiðina og óöruggið.“
Hún geri sér grein fyrir því að margar stelpur horfa upp til sín og vill vera góð fyrirmynd. „Að vera Glowie og sjá stelpur á öllum aldri horfa upp til þín, þá að sjálfsögðu langar manni að gera allt til að hjálpa þeim sem hafa verið í svipuðum sporum.“