Rapparinn Góði Úlfurinn sem slegið hefur í gegn eftir að hann gaf út lagið Græða peninginn var vel tekið á veitingastaðnum Prikinu eftir tónleika í gær. Að loknum tónleikum fékk hann fulla fötu af ískaldri Kókómjólk. Úlfur Emilio eða Góði Úlfurinn eins og hann kallar sig sagði frá þessu á Instagram.
„Við félagarnir fengum “fernu borð” eftir showið,“ skrifaði Úlfur Emilio með færslunni en hann kom fram á Prikinu ásamt rapparanum Alexander Jarl og fleiri góðum.