Auglýsing

Gömlu Harmageddon-bræðurnir tókust á í útsendingu: „Youtube er ekki sannleikurinn Frosti“

Gunnar Sigurðarson og Máni Pétursson mættu í Spjallið hjá Frosta Logasyni til að fara yfir niðurstöður kosninga og rýna í möguleg ríkisstjórnarform. Strákarnir tókust hressilega á um vókisma í Viðreisn og umræðu þingmanna um fóstureyðingar.

Þeir verða seint sagðir sammála í pólitík þeir Frosti og Máni og það kom heldur betur í ljós í þættinum sem er virkilega áhugaverður og vel þess virði að horfa á.

„Youtube er ekki sannleikurinn Frosti. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei í sinni valdatíð, aldrei í sinni valdatíð dregið úr ríkisútgjöldum,“ sagði Máni og því var Frosti heldur betur ósammála.

Til þess að horfa á þáttinn og hlusta í fullri lengd þá er það hægt með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þar er að finna fjölda annarra þátta sem hægt er að sjá með því að smella hér.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing