Auglýsing

Google kaupir fyrirtæki Gumma

Google hefur keypt Emu, fyrirtæki sem framleiðir samnefnt app sem kom nýlega út fyrir Android-síma. Emu er skilaboða-app sem sker sig frá öðrum slíkum öppum með því að bjóða upp á svipaða tækni og Siri í iPhone, sem er einskonar sýndaraðstoðarkona. Það er sem sagt hægt að bóka fundi, skrifa minnismiða og jafnvel panta borð á veitingastöðum í gegnum samtöl við fólk.

Forstjóri Emu er Reykvíkingurinn Gummi Hafsteinsson sem hefur marga fjöruna sopið í hugbúnaðargeiranum í Kaliforníu. Hann starfaði áður fyrir Apple og Google áður en hann stofnaði Emu ásamt félaga sínum.

Frá og með 25. ágúst hættir Emu að vera sjálfstætt app og rennur saman við Google. Ekki er vitað hvað Google borgaði mikið fyrir Emu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing