Google virðist leggja mikið upp úr því að virða friðhelgi einkalífsins. Svo mikið að andlit kýr á göngustíg í Coe Fen í Cambridge í Englandi var gert óþekkjanlegt, líkt og gert er þegar bíll Google Street View festir andlit fólks á filmu.
Blaðamaður Guardian, David Shariatmadari, rak augun í myndina í gagnagrunninum og deildi henni á Twitter. Myndin hefur vakið gríðarlega athygli og hefur henni verið deilt oftar en tíu þúsund sinnum og hún lækuð oftar en þrettán þúsund sinnum.
Google hefur viðurkennt að það hafi verið óþarfi að virða friðhelgina í þessu tilviki. Það er þó aðeins nærmyndin af kúnni sem er blörruð. Mynd sem sýnir hana frá öðru sjónarhorni, lengra í burtu, sýnir hana vel .
https://twitter.com/D_Shariatmadari/status/775488250223947776