Auglýsing

Gordon Ramsay á Íslandi: „Frábær fiskur, frábær matur og frábært fólk“

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi en eins og alltaf þegar hann kemur til landsins fór hann að veiða. Einnig sást til hans í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Hann virðist vera ánægður með land og þjóð ef marka má samfélagsmiðla kappans.

Ramsay þarf vart að kynna fyrir landanum en hann er einn þekktasti sjónvarpskokkur heims. Hann er þekktur fyrir að vera einstaklega kjaftfor og vægðarlaus þegar kemur að mat.

Hann hefur verið tíður gestur hér á landi síðustu ár og fer yfirleitt að veiða þegar hann kemur og kíkir á skemmtanalífið í miðbænum.

Hann birti mynd af sér á Twitter þar sem hann hrósar landi og þjóð. Hann er ánægður með veiðina, matinn og segir fólkið vinalegt

Hann borðaði einnig á Sumac Grill + Drinks á Laugavegi í gær og sagði matinn þar vera þann besta á landinu

Einnig sást til kokksins í miðbæ Reykjavíkur um helgina, en ekki allir voru spenntir fyrir því

https://twitter.com/kakobolli/status/1015715373671485447

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing