Auglýsing

Gordon Ramsay lokar stóra ananasmálinu í eitt skipti fyrir öll: „Þú setur ekki fokking ananas á pizzu“

Kokkurinn og sjónvarpsstjarnan Gordon Ramsay hefur lokað stóra ananasmálinu í eitt skipti fyrir öll: Ananas á ekki heima á pizzu.

Sjá einnig: Upphafsmaður ananaspizzunnar segir Guðna til syndanna: „Hann ætti að vita betur“

Heimsbyggðin hefur í gegnum tíðina rifist um hvort það eigi að setja ananas á pizzu en málið tók óvænta stefnu á dögunum þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, blandaði sér í málið með eftirminnilegum hætti.

Gordon Ramsay stýrði spjallþættinum The Nightly Show aá dögunum og óskaði eftir tillögum frá áhorfendum þegar hann virtist panta pizzu.

Áhorfandi í sal stakk upp á ananas en Ramsay tók ekki vel í það. „Þú setur ekki fokking ananas á pizzu,“ sagði hann. Hann pantaði svo tíu pizzur með pepperóní og tíu margarítur. „Engan ananas,“ bætti hann við. Hann leit svo aftur út í sal og spurði ananas-aðfáandann: „Hvað í andskotanum heldurðu að þú sért að gera?“

Guðni Th. lýsti á dögunum yfir að hann myndi banna ananas á pizzur ef hann gæti það. Vísir fjallaði um ferð Guðna til Akureyrar en hann sat fyrir svörum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann varpaði þessari bombum. Ummæli Guðna rötuðu út fyrir landsteinana og víða um heim var fjallað um draum Guðna að banna ananas á pizzur.

Guðni var að sjálfsögðu að grínast og neyddist til að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á íslensku og ensku. „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína,“ segir hann í yfirlýsingunni.

„Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing