Rappari bresku hljómsveitarinnar Gorillaz datt af sviðinu á Hróarskeldu í gærkvöldi þegar hljómsveitin steig á stokk á tónlistarhátíðinni með þeim afleiðingum að hljómsveitin þurfti að hætta tónleikum sínum fyrr en áætlað var að því er kemur fram í frétt RÚV.
Breska hljómsveitin, með Damon Albarn fremstan í flokki, var að flytja sitt lokalag á tónleikunum þegar rapparinn Del the Funky Homosapien datt af sviðinu. Hljómsveitin hélt áfram en stuttu síðar tilkynnti Albarn áhorfendum að sveitin gæti ekki haldið áfram.