Auglýsing

Gos hafið á ný í Holuhrauni

Eldgos hófst að nýju í Holuhrauni norðan Vatnajökuls um klukkan fimm í morgun. Gosið er hraungos, stærra en síðast en á sömu sprungu, samkvæmt frétt RÚV.

Eftirfarandi myndband náðist á svæðinu í morgun.

RÚV hefur eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi að mikil virkni sé í jarðeldunum og að áætlað hraunrennsli sé 10-20 sinnum meira en í gosinu aðfaranótt föstudags.

Almannavarnir hafa ákveðið að áfram verði hættustig í gildi en þegar fyrra gosið hófst á þessum slóðum var lýst yfir neyðarstigi. Veðurstofan hefur fært litakóða upp í rautt og bannað flug yfir gosstöðvunum.

Þetta er þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing