Auglýsing

Grænlendingar verða fyrir fordómum í Reykjavík: „Líður eins og þeir séu óvelkomnir“

Uppfært kl. 23.20: Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir í samtali við Vísi að það sé ekki rétt að skipverjarnir hafi verið sendir heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Til stóð að þeir myndu fljúga heim í kvöld. Hann gerir lítið úr málinu í samtali við Vísi.

Sex starfsmenn grænlensku útgerðarinnar Niisa Trawl hafa verið kallaðir heim eftir að starfsmönnum var vísað út úr verslun í Reykjavík fyrir það eitt að vera grænlenskir. Þetta kemur fram á vef grænlenska ríkisútvarpsins.

Mennirnir sem hafa verið handteknir í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur eru grænlenskir. Svend Christensen, eigandi útgerðarinnar, segir að grænlenskir starfsmenn útgerðarinnar hafi orðið fyrir aðkasti í Reykjavík eftir að málið kom upp.

„Þeim líður eins og þeir séu óvelkomnir þegar þeir ganga um götur borgarinnar,“ segir hann og bætir við að nokkrum starfsmönnum hafi verið vísað út úr verslun í Reykjavík þegar þeir ætluðu að kaupa sælgæti og lesefni.

Auðvitað á þetta mál ekki að bitna á þeim.

Fréttin hefur vakið talsverða athygli og lýsa Grænlendingar yfir vonbrigðum sínum í athugasemdakerfi síðunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing