Auglýsing

Grátlegt tap á móti Frökkum í fyrsta leiknum á EM í Hollandi

Ísland tapaði naumlega fyrir Frakklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Hollandi. Elín Metta fékk dæmt á sig ódýrt víti þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum. Eugénie Le Sommer skoraði úr vítinu.

Sjá einnig: Leikurinn hófst of snemma og þess vegna voru auglýsingar enn þá í gangi á RÚV

Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel á móti sterku liði Frakka og voru óheppnar að fá ekki víti í lok fyrri hálfleiks þegar Fanndís Friðriksdóttir var ýtt niður í teignum.

Á 86. mínútu hélt Elín Metta um Amandine Henry sem lét sig detta og vítið var dæmt.

Næsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing