Í gær birtist grein í Viðskiptablaðinu þar sem Greta Thurnberg og stefna hennar í loftslagsmálum er gagnrýnd. Greinin hefur vakið töluverða athygli en tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel, rithöfundurinn Andri Snær Magnason og fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan, eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um hana á Twitter.
Í greininni er sagt að það sé ástæðulaust að gera lítið úr þeim vanda sem loftslagsbreytingar geti valdið en mikilvægt sé að bregðast skynsamlega við og huga að staðreyndum. Ekki hræðsluáróðri og rugli, líkt og sá sem skrifar telur að Greta Thurnberg standi fyrir.
„En það var snilldarbragð hjá umhverfisöfgahópum á vinstri kantinum að fá Gretu til þess að vera í fararbroddi, því hver fær af sér að þjarma að 16 ára barni með ágengum spurningum, hvað þá 16 ára, einhverfu barni? Fullyrðingar hennar um útdauða stórs hluta dýrategunda Jarðar, endalok siðmenningar og tímatakmörk aðgerða eru ekki vel grundvallaðar (og raunar mikið til sömu spádómar sem hvað eftir annað hafa ekki ræst á undanförnum 40 árum). Lausnir eins og að stöðva alla kolefnislosun fyrir 2025, eru aðeins öruggar um að valda stórfenglegasta efnahagshruni mannkynssögunnar,“ segir meðal annars í greininni sem má lesa með því að smella hér.
Unnsteinn Manúel tjáði sig um greinina á Twitter í dag og sagði að Viðskiptablaðið væri hallærislegt. Hann segir að þessi ríkjandi hópur í samfélaginu láti eins og það sé pláss fyrir vinstri-hægri gjá í loftslagsmálum. Þó þessi hópur sé valdamikill, þá sé hann lítill og einsleitur og það verði honum að falli.
Helgi Seljan segir að þetta sé svo „yfirmáta plebbalegt að nefna ætti smáborgarana á hamborgarafabrikkunni í höfuðið á höfundinum,“ sem skrifar ekki undir nafni.
Jesús hvað @Vidskiptabladid er hallærislegt.
Ríkjandi hópur í samfélaginu, sem lætur eins og það sé pláss fyrir vinstri-hægri gjá í loftslagsmálum.En þó þessi hópur sé valdamikill, þá er hann líka lítill og einsleitur, sem verður honum að falli. pic.twitter.com/tMBSSeO69O
— unnsteinn (@unistefson) May 13, 2019
Myndatextinn: “GT er stúlka frá Svíþjóð”
Þetta er svo yfirmáta plebbalegt að nefna ætti smáborgarana á hamborgarafabrikkunni í höfuðið á höfundinum.
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) May 13, 2019
Hey @Vidskiptabladid eruð þið í alvöru hérna? Alveg án djóks? https://t.co/MNY9QVtlAt
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) May 13, 2019
Hver skrifar svona lagað? Það væri gaman að rekja úr honum garnirnar..
— Hogni Egilsson (@hogniegilsson) May 13, 2019