Auglýsing

Greta Salóme sendir lag í undankeppni Eurovision í Bretland

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir á lag í undankeppni Eurovision í Bretlandi þetta árið. Gréta semur lagið, Crazy, í samstarfi við Emil Rosendal Lei og Samir Salah Elshafie. Söngkonan RAYA flytur.

Undankeppnin í Bretlandi fer fram 7. febrúar næstkomandi og er lag Gretu eitt af sex lögum sem keppast um að komast í stóru keppnina  í Lissabon í Portúgal í maí. Greta er reynslubolti í Eurovision en hún hefur tvívegis verið fulltrúi Íslands í keppninni. Fyrst var það árið 2012 með laginu Never Forget og svo fjórum árum síðar þegar hún söng lagið Hear Them Calling.

Lögin sex sem keppa um sæti Bretlands má sjá hér. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing