Auglýsing

Grétu hástöfum fyrir utan Sláturfélag Suðurlands þegar komið var með lömb til slátrunar

Aktívegan, samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis, stóðu fyrir mótmælum fyrir utan girðingu við hús Sláturfélags Suðurlands í gær en verið var að koma með lömb til slátrunar. DV greindi frá málinu.

Mótmælendunum var heitt í hamsi og grétu sumir þeirra hástöfum þegar lömbin voru á leið út úr flutningabílnum og inn í sláturhúsið.

„Hvernig getið þið þetta? Hvernig sofnið þið á nóttunni, drepandi dýr með köldu blóði. Morðingjar. Setjið ykkur í spor þeirra. Þið eruð að drepa þau. Þetta eru útrýmingarbúðir eins og í heimsstyrjöldinni. Þið eruð að drepa þau. Þið eruð að myrða saklausa einstaklinga. Til að græða á þeim peninga,“ hrópaði einn mótælandanna.

Aktívegan birtu myndskeið af viðburðinum á samfélagsmiðlum. Samtökin ætla að halda mótmælunum áfram næstu sunnudaga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing