Auglýsing

Gríðarlegur munur á framboði félagslegra íbúða: Garðabær rekur lestina ár eftir ár

Garðabær stendur verst þegar kemur að framboði félagslegra íbúða á Íslandi af þeim níu sveitarfélögum sem Nútíminn hafði samband við með aðeins 1.89 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Þetta er langt undir landsmeðaltali og gefur til kynna að sveitarfélagið mætti leggja meiri áherslu á að bæta húsnæðismál þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.

Einnig mættu Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Suðurnesjabær bæta framboð sitt á félagslegum íbúðum til að tryggja betra félagslegt öryggi íbúanna ef marka má þær upplýsingar sem fengust frá sveitarfélögunum sjálfum. Í þessu eru ekki önnur sértæk úrræði sveitarfélaganna heldur aðeins fjöldi almenns félagslegs húsnæðis sem íbúum býðst að leigja.

Reykjavík trónir á toppnum

Reykjavík stendur sig best þegar kemur að framboði félagslegra íbúða með 22.68 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Þetta er langt umfram önnur sveitarfélög og sýnir fram á sterka áherslu borgarinnar á að tryggja félagslegt öryggi fyrir alla íbúa. Akureyri og Reykjanesbær koma næst með 16.71 og 10.66 íbúðir per 1000 íbúa, sem eru einnig góðar tölur miðað við landsmeðaltal sem reiknað er út frá þeim sveitarfélögum sem rætt er um í þessari útttekt.

Myndin sýnir fjölda félagslegra íbúða á hverja 1.000 íbúa í mismunandi sveitarfélögum. Reykjavík er með hæsta hlutfallið með 22,68 íbúðir á hverja 1.000 íbúa, á meðan Garðabær er með lægsta hlutfallið með 1,89 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þessi samanburður varpar ljósi á mismunandi áherslur sveitarfélaganna á félagslegt húsnæði.

Þess ber að geta að Hafnarfjarðarbær var eina sveitarfélagið sem ekki gaf upp fjölda félagslegra íbúða þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.

Umræddar tölur eru fengnar frá helstu sveitarfélögum landsins en Nútíminn hafði samband við þau sveitarfélög sem birtast í úttektinni og eru þau svör sem fengust borin saman við íbúafjölda hvers og eins sveitarfélags. Þá var stuðst við íbúafjölda sem Hagstofan tók saman og birti en stofnunin miðar þar við íbúafjölda sveitarfélaganna eins og hann var þann 1. janúar 2024.

Garðabær í algjörum sérflokki

Til að setja þetta í eitthvað samhengi þá búa 19.088 íbúar í Garðabæ sem bjóða upp á 36 félagslegar íbúðir. Í Suðurnesjabæ búa 3.897 en þar er boðið upp á tæplega helmingi færri íbúðir eða 17. Mismunurinn á íbúafjölda er hinsvegar sá að 15.191 fleiri búa í Garðabæ sem þýðir að Suðurnesjabær býður upp á nær þrefalt fleiri félagslegar íbúðir miðað við íbúafjölda en Garðabær sem hefur í mörg, mörg ár leitt lestina í framboði á slíkum íbúðum. En hvernig stendur á því? Nútíminn hefur sent fyrirspurn á Garðabæ og er nú beðið svara.

Myndin sýnir fjölda félagslegra íbúða eftir sveitarfélögum. Reykjavík hefur langflestar félagslegar íbúðir með 3.105 íbúðir, sem er miklu meira en önnur sveitarfélög. Næst á eftir eru Kópavogur og Akureyrarbær með um 335 og 331 íbúðir. Önnur sveitarfélög eins og Suðurnesjabær, Múlaþing og Seltjarnarnesbær hafa mun færri félagslegar íbúðir, með 17, 26 og 18 íbúðir hver. Myndin varpar ljósi á mikinn mun í framboði félagslegra íbúða milli sveitarfélaga.

Það er engum blöðum um það að fletta að félagslegar íbúðir eru grundvöllur þess að tryggja öllum þegnum landsins öruggt og stöðugt húsnæði. Þær eru sérstaklega mikilvægar fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lágar tekjur eða eru í erfiðri félagslegri stöðu. Rannsóknir sýna að aðgangur að félagslegum íbúðum getur minnkað félagslega mismunun, bætt lífsgæði og stuðlað að aukinni félagslegri samheldni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing