Auglýsing

Grímuklæddur maður ógnaði börnum með hnífi í Breiðholti

Sjö stúlkubörn á aldrinum tíu til fjórtán ára hlupu í burtu frá grímuklæddum manni sem sagður er á fertugsaldri í gærkvöldi í Seljahverfinu í Breiðholti. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en embættið fékk tilkynningu um atvikið um klukkan 21:00 í gærkvöldi.

Mbl.is greinir frá.

Þar segir að stúlkurnar hafi lýst manninum sem hafi verið með grímu og gleraugu – þær hafi talið hann á fertugsaldri en það hefur þó ekki verið staðfest þar sem maðurinn er ófundinn. Atvikið átti sér stað um kvöldmatarleitið en lögreglumenn voru skjótir á vettvang eftir að foreldrar stúlknanna höfðu samband við lögreglu.

„Lögreglumennirnir sem komu á vettvang tóku niður lýsingu á manninum og ræddu við stúlkurnar og foreldra þeirra til að fá mynd af því sem gerðist.“

Gunnar segir að málið sé til rannsóknar í samtali við mbl.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing