Auglýsing

Grindavík gagnrýnir fjölmiðla: Fyrsta fimm stjörnu hótelið við Bláa lónið ekki í Reykjavík

Lúx­us­hót­elið Marriott Ed­iti­on, sem stendur til að reisa við Hörpu, er ekki fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, eins og fram kemur á mbl.is.

Þar kemur fram að hót­elið verði hið glæsi­leg­asta. Þar verða 250 her­bergi auk veilsu- og fund­ar­sala, fjölga veit­ingastaða og heilsu­lind.

Þessi fréttaflutningur er gagnrýndur á vef Grindavíkurbæjar. Þar er bent á að til stendur að opna fyrsta fimm stjörnu hótel landsins við Bláa lónið árið 2017 — Marriott Edition hótelið á hins vegar ekki að opna fyrr en árið 2019.

„Við Grindvíkingar viljum biðja fjölmiðla um að vinna sína heimavinnu ögn betur enda nokkuð síðan við greindum frá því hér á síðunni að unnið væri að byggingu fimm stjörnu lúxushótels við Bláa Lónið,“ segir í fréttinni.

Ólíkt hótelinu sem rísa á í holunni við Hörpuna í Reykjavík er hótelið við Bláa lónið komið lengra en á teikniborðið en framkvæmdir eru komnar á fullt í hrauninu vestan megin við lónið.

Á vef Bláa lónsins kemur fram að af hótelinu verði stórbrotið útsýni yfir lón og hraun og sérstakt aðgengi að Bláa Lóninu innifalið.

„Arkitektúr verður í sama anda og núverandi byggingar Bláa Lónsins þar sem áhersla á er samspil hins náttúrulega umhverfis og hins manngerða.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing