Auglýsing

Grindavík opin öllum frá því í morgun: Ekki staður fyrir börn

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavík hefur nú opnað aðgang að Grindavík og getur nú hver sem er keyrt óhindrað inn í bæjarfélagið en aðgengið hefur verið háð verulegum takmörkunum upp á síðkastið vegna eldsumbrota á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum undirstrikar þó að Grindavík sé ekki staður fyrir börn og tekur framkvæmdanefndin undir það.

„Talsvert hefur verið kallað eftir því af hálfu fyrirtækja í Grindavík að aðgengi að bænum verði aukið og þannig verði styrkari stoðum skotið undir atvinnulífið í samræmi við markmið laganna um framkvæmdanefndina. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði einnig um sama efni nýverið. Tilgangurinn með því að auka aðgengi að bænum er því að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi,“ segir á vefsíðu Grindavíkurbæjar en þar er jafnframt tekið fram að verið sé að leggja lokahönd á að koma upp greinargóðum merkingum vegna sérstakra hættusvæða í bæjarfélaginu.

Þá skal tekið fram að þeir sem heimsækja Grindavík gera það á eigin ábyrgð.

„Þrátt fyrir að ýmsar öryggisráðstafanir auki öryggi í bænum hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt áherslu á að íbúar og gestir dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing