Auglýsing

Grunaður um frelsissviptingu og rán

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í miðborginni en sá er grunaður um rán og frelsissviptingu. Er hann einn af fjórum sem gista nú fangageymslur embættisins. Ekki er greint frá því hverjir hinir þrír eða hvað þeir höfðu unnið sér til saka.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar sem nær frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun en 32 mál voru bókuð í LÖKE-kerfi lögreglunnar – kerfi sem allir Íslendingar geta sóst eftir því að fá upplýsingar út úr um sjálfan sig. Hægt er að óska eftir slíku eyðublaði hjá Ríkislögreglustjóra.

Þá var tilkynnt um tvo aðila í miðborginni sem höfðu uppi ógnandi hegðun við vegfarendur auk þess sem ökumaður var handtekinn í sama hverfi grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli sem er blóðtaka. Blóðsýnið er svo sent til Háskóla Íslands til rannsóknar.

Þá voru skráningarmerki fjarlægð af þremur ökutækjum í umdæmi lögreglustöðvar 3 en verkefni hennar ná til Kópavogs og Breiðholts. Þá var einn ökumaður stöðvaður í akstri fyrir að aka bifreið án gildra ökuréttinda.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing