Auglýsing

Grunlausir ferðamenn heimsækja lónið í dag þrátt fyrir að eldgos geti orðið án fyrirvara

Búist er við því að þúsundir ferðamanna heimsæki vinsælasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið, í dag en stór hluti þeirra hefur ekki hugmynd um að eldgos geti orðið án fyrirvara.

Blaðamaður Nútímans hitti fjölda ferðamanna í gær sem höfðu hug á að heimsækja lónið í dag en eftir að hafa fengið nýjustu upplýsingar hjá blaðamanni hættu þau við. Svo virðist sem að það skorti upplýsingagjöf hjá Bláa lóninu en nýjasta frétt af þeim hættum sem steðja að þeim sem heimsækja lónið er frá 25. júlí.

Nýjasta fréttin um ástandið við Bláa lónið er frá 25. júlí á vefsíðu fyrirtækisins.

Sú frétt er aðgengileg og auglýst á forsíðu Bláa lónsins en hún er í engum takti við þær viðbragðsáætlanir og þær sviðsmyndir sem Veðurstofa Íslands og fremstu vísindamenn landsins hafa gefið út.

Fjöldi vefmyndavéla beinist að svæðinu

Viðbragðsáætlanir Veðurstofu Íslands miðast við að kvikuhlaup gæti farið af stað hvenær sem er næstu daga og það jafnvel endað með eldgosi. Ef atburðarrásin verður sambærileg og í aðdraganda fyrri eldgosa, gæti fyrirvarinn verið mjög stuttur eða jafnvel enginn. Þetta kemur fram á Veðurstofu Íslands.

Fjölmiðlar bæði á Íslandi og úti um allan heim eru vel undirbúnir ef marka má þann fjölda vefmyndavéla sem nú beinist að svæðinu þar sem líklegt er að eldgos skjóti upp kollinum.

Vefmyndavél Vísis

Vefmyndavél Vísis sem beint er að Grindavík

Vefmyndavélar RÚV

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing