Auglýsing

Guð er ekki töframaður með töfrasprota

Þróunarkenningin og kenningin um Stóra hvell eiga við rök að styðjast. Þessu lýsti Frans páfi yfir í Vísindaakademíu Páfagarðs í dag. Þá sagði Frans páfi að Guð væri ekki töframaður með töfrasprota.

Ummæli páfa þykja marka tímamót þar sem fyrirrennari hans, Benedikt 16. hélt á lofti kenningunni um að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig á þeim sjöunda.

Frans sagði vísindalegu kenningarnar ekki ósamrýmanlegar tilvist skaparans:

Þegar við lesum um sköpunina sjáum við Guð fyrir okkur sem töframann með töfrasprota sem getur gert allt. Raunin er önnur. Hann skapaði manninn og leyfði honum að þróast samkvæmt lögmálum sem hann gefa hverjum og einum lífsfyllingu.

Stóri hvellur, sem markaði upphaf heimsins, er ekki mótsögn við íhlutun skaparans heldur krefst þess að hann sé til, að sögn Páfa.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing